Friday, September 18, 2009

17. september

Nú er rigning og vindur u.þ.b. standard veður hvern dag. Það er svosem ekkert að því en aðeins erfiðara að hjóla. Bleytan er frekar hressandi.
Ég bætti við fleiri myndum í myndaalbúmið , tók nokkrar á leið í vinnu. Þessi dokumentasjón verður vonandi markvissari með tímanum og ég reikna með að hjóla fjölbreyttari leiðir til að byggja upp meiri gagnabanka.

Hjólið var tilbúið í dag og það koma á daginn sem mig grunaði, felgan var ónýt og það kostaði mig 12000 kall. Skipti líka um bremsuklossa. Markið rukkaði mig fyrir 1/4 úr klukkutíma vinnu, sem er öðrum orðum kortér. Það er ekki langur tími að skipta um felgu á hjóli.

No comments:

Post a Comment