Tuesday, September 15, 2009

15. september

Veður: Rigning og meðvindur í morgun gerði hjólaferðina frekar létta og frískandi. Það er líka bara hlýtt ennþá, minnst 10 stig á morgnana, a.m.k. á meðan þessi sunnanátt endist. Hún hefur þó þann ókost að henni fylgir vindur og rigning. Seinnipartinn var hins vegar sól og talsverður vindur, sem blés af suðvestri. Þá fæ ég ekki mótvind nema í gegnum Mjóddina.
Umferð: Maður verður mannþekkjari á því að hjóla í bílaumferðinni. Konur á fínum bílum, gjarnan jeppum, eru hvað verstar. Þær horfa ekki einu sinni á mann. Karlar á sambærilegum bílum eru þó skárri en samt slæmir. En maður finnur hversu erfitt er orðið að skjótast inn á götuna þegar maður vill flýta sér, allsstaðar eru bílar.

No comments:

Post a Comment