Tuesday, September 15, 2009

14. september

Dagurinn byrjaði á því að koma hjólinu mínu í yfirhalningu hjá Markinu, gjörðin orðin svolítið skökk og þetta því orðin tímabær ráðstöfun. Allt benti því til að ég yrði að taka strætó heim. En ég tók traustataki annað fyrirtækishjólið, auðvitað konuútgáfan, og hjólaði heim.
Mótvindurinn var talsvert stífur og tók í. Ég fann að mótstaðan var talsvert meiri á fjallahjólinu en "hybrid" hjólinu mínu, þ.e.a.s. dekkin taka mun meira til sín þar sem þau eru breiðari.
Hins vegar varð ég dálítið hissa á því að verkstæðið í Markinu tæki sér 4 daga í að yfirfara hjólið. Þeir ættu þá að gera það vel.

No comments:

Post a Comment