Monday, August 31, 2009

31. ágúst

Veður: Logn og svalt. Bjart og fallegt veður

Umferð: Bílaumferðin er enn að aukast. Skógarselið er orðið svolítið bisí um 8 leytið. En sama er með hjólaumferðina, hún er mun meiri en í fyrra og nokkuð um fólk með börn í stól aftaná. Það er gaman að sjá.

Öryggi: Ég sneri bremsuklossunum að aftan við, eitthvað misslitnir, og lengdi þar með líftíma þeirra um einhverjar vikur. Ég verð að viðurkenna að ég nota það skásta úr því sem til er, göturnar sumsstaðar og stígana annarsstaðar. Þetta hefur í för mér sér að maður skáskýtur sér inn á milli bíla til að ná sem stystum ferðatíma. En það verður að hafa í huga að stofna ekki öryggi annarra í hættu.
Undirlag: Laus sandur hér og þar í beygjum.

Upplifun: Hjólaði talsvert hratt á eftir einhverjum alveg frá Sprengisandi niður í Borgartún. Hann fór mjög hratt yfir svo ég svitnaði gríðarlega.
Ég verð að láta þess getið að Odometerinn á hjólinu hjá mér, sem ég byrjaði að nota vorið 2007 er loksins kominn í 3000 km. Gott að skrásetja það og skoða svo aftur eftir ár.

No comments:

Post a Comment