Veður: Nett rigning og sennilega suðvestan átt. Þetta var frekar hagstætt fyrir mig. Meðvindur mestan hluta leiðarinnar en dálítill mótvindur á köflum. Það er sérstaklega erfitt að reikna út vindinn í byggðum, lítt grónum hverfum þar sem lítið er um tré. Byggingar valda ótrúlegum sviptivindum þannig að það sem eitt sinn var meðvindur, verður mótvindur.
Öryggi: Nú er spurningin, heldur einhver utanum þann fjölda slysa sem verður vegna hjólreiðamanna? Er nokkur tölfræði til um það hversu margir hjólreiðamenn lenda í slysum, og þá af hvaða ástæðum?
No comments:
Post a Comment