Tuesday, March 9, 2010

9. mars - talsvert vorlegt

Veður: SA 7m/s og 6,6 stiga hiti
Ferðatími: 19:26 mín
Meðalhraði: 27 km/klst

Ég viðurkenni það fúslega að það munar um meðvind. Ferðin gekk mjög greiðlega og þessi meðalhraði er frekar hár svo ekki sé meira sagt. Enda er það svo að þegar maður nær að hjóla á götum þá eru þær hannaðar með það í huga að farartæki séu fljót á milli staða. Það gildir hins vegar sjaldnast um stíga. Þeir eru alsettir hindrunum s.s. beygjum sem draga úr hraða. Þá er ég ekki að tala um aflíðandi beygjur heldur 90° beygjur.
En það er vor í lofti og vindur hlýr. Rigningin er bara til bóta. Hins vegar klæddi ég mig of mikið í morgun og er af þeim sökum að svitna langt fram eftir morgni þrátt fyrir sturtu. Nú er nóg að vera í hjólabuxunum, þunnum bol og vind-/regnjakka, og að sjálfsögðu endurskinsvesti ef jakkinn er ekki þannig á litinn. Reyndar er að verða vel bjart um kl. 8.
Nú er sandur á stígum í miklum mæli. Hann er sérstaklega varasamur í áðurnefndum beygjum. Yfirleitt er beðið eftir að hann rigni eða fjúki burt á veturna. Það er ekki sópað fyrr en í vor.

No comments:

Post a Comment