Monday, March 15, 2010

15. mars

Veður: Vestan 2m/s og 3,5 stig
Ferðatími: 21:29 mín
Meðalhraði: 24,5 km/klst

Nú er orðið bjart fyrir kl. 8. Ferðirnar eru fremur viðburðalitlar þessa dagana en mjög fín skilyrði fyrir utan sandinn á stígunum. Það styttist í 100. hjólabloggfærsluna sem er nú ágætt. Ég er núna búinn að hjóla 652 km síðan 11. janúar og eingöngu til og frá vinnu, á rúmum tveimur mánuðum. Það þýðir að maður ætti að hjóla ca 3.000 km á árinu. Mér segir svo hugur að það kalli á eitthvert viðhald á hjólinu. Ég skipti um bremsuborða í haust og þarf núna að skipta um bremsuborða að aftan. Svo þarf að stilla gírana eitthvað hjá mér, efstu og neðstu eru ekki alveg hljóðlausir. Reyndar er þetta hjól frekar lágt gírað og ég nota aldrei neðstu gírana þ.e.a.s. minnsta tannhjólið að framan og ekki heldur stærstu tannhjólin að aftan. Efstu gírarnir mættu líka vera hraðari.

Í haust sendi ég sjúkrasjóði BHM erindi þar sem ég benti þeim á mismunun í reglum sjóðsins varðandi líkamsræktarstyrki. Reglurnar hafa miðast við þá sem kaupa einhverskonar kort í líkamsrækt, einhverja stöðina, skíði eða sund. Þeir sem stunda útihlaup nú eða hjóla hafa ekki átt kost á þessu. Reglunum var síðan eitthvað breytt og ég á eftir að láta á það reyna hvort hægt er að fá styrk vegna viðhalds á reiðhjóli, nú eða til að kaupa sér einhvern hjólabúnað. Ef einhver les þetta þá væri áhugavert að fá einhverjar reynslusögur eða viðhorf.

No comments:

Post a Comment