Wednesday, March 10, 2010

10. mars

Veður: SA 3m/s og 5 stiga hiti
Ferðatími: 19:52 mín
Meðalhraði: 26,5 km/klst

Það er bara kominn mikill vorhugur í kallinn núna og ekki ólíklegt að maður fari að lengja leiðina þegar veður er svona hagstætt. Möguleikarnir eru nokkrir, niður Kópavogsdalinn, fyrir Kársnes, Fossvogurinn, Sæbrautin, Suðurgata o.s.frv. Þetta eru mislangir leggir en líka gaman að safna upplýsingum um ferðatíma á þessum leiðum við mismunandi skilyrði. Það er varla óhætt að taka naglana undan en ansi er það nú freistandi.

En ég tók eina mynd á leiðinni þar sem sandurinn er nú svona ríkjandi yfirborðsgerð á stígunum um þessar mundir.

1 comment:

  1. Hrikalegur sandur, annars ertu velkominn í morgunkaffi til mín ef þú vilt lengja leiðina :)

    kv
    Smári

    ReplyDelete