Tuesday, March 23, 2010

23. mars - sópað

Veður: Austan 11 m/s og 4,4 stig
Ferðatími: 21:33 mín
Meðalhraði: 24,4 km/klst

Rok af þessari stærðargráðu getur haft talsverð áhrif á ferðina. Mótvindurinn dregur með tímanum úr manni mátt, ekki síður andlega en líkamlega. Hliðarvindurinn getur hent manni út af. Og meðvindurinn er hjálplegur en getur líka blekkt mann til að hjóla alltof hratt þar sem aðstæður leyfa það ekki.

Annars verð ég að hrósa Reykjavíkurborg fyrir að sópa stígana í gær. Þurr sandurinn er byrjaður að fjúka auk þess sem hann myndar hættulegt yfirborð. Ég held þetta hljóti að vera óvenju snemmt.

No comments:

Post a Comment