Wednesday, March 17, 2010

17. mars

Veður: Austan 5m/s og 6 stiga hiti
Ferðatími:  21:28 mín
Meðalhraði: 24,5 km/klst

Ég hafði það á tilfinningunni í morgun að fleiri séu vaknaðir til lífsins og fari nú ferða sinna á hjóli. Vortilfinningin er að breiðast út. Skemmtilegast er að fylgjast með vorkomunni í Elliðaárdal og Laugardal, altsvo á minni hefðbundnu leið. Strandlengjan er líka skemmtileg á þessum tíma, fuglarnir hrúgast inn í vogana.

En ég finn það alltaf betur og betur hvað hjólreiðar eiga illa samleið með gangandi umferð. Þá á ég við samgönguhjólreiðar en ekki fjölskylduútgáfuna. Hjólreiðamenn á yfir 20 km/klst hraða eiga ekki heima á göngustígum. Hvað þá yfir 30 km/klst. Göturnar eru þá mun betri kostur. En þá er maður kominn í sömu stöðu og gangandi fólk á göngustíg gagnvart hjólreiðamönnum, bara hættulegra. Ég er þó ekki frá því að bílstjórar séu farnir að venjast hjólreiðunum. Það væri gaman að sjá könnun á viðhorfi bílstjóra til hjólreiða í umferðinni, eru þær pirrandi, á að banna þær eða er þetta bara besta mál.

No comments:

Post a Comment