Friday, March 5, 2010

5. mars

Veður: SV 7m/s og 5 stiga hiti
Ferðatími: 22:29 mín
Meðalhraði: 25,2 km/klst

Það var nú bara vel ásættanlegt að hjóla. Ansi blautt á köflu, eins og þessi pollur eða tjörn í Elliðaárdal.  Eins og tölurnar hér að ofan gefa til kynna var nokkuð þægilegur meðvindur og hraðinn því með ágætum en ég hjólaði líka götuna um 90 % leiðarinnar.

Ég tók nokkrar myndir í gær en þær voru ferkar slappar, regndropi á linsunni og vond birta. En það má skoða þær hér. Færið var afleitt á stígunum, troðinn snjórinn að bráðna og hjólið datt niður í gegnum krapann hér og þar.
Uppáhaldsmyndin er þessi, sem sýnir samstarf Reykjavíkur og Kópavogs í hnotskurn.
Ég náði því miður ekki góðri mynd af röstunum eftir moksturstækin en þessi gefur vísbendingu um það sem gerist þegar þeir þvera stígana og skilja eftir snjórastir.
Heimleiðin var ansi erfið eftir körfuboltaæfingu enda Suðvestan 10m/s. Gott að fá sér einn kaldann að því loknu. En ég var 39:23 mín á leiðinni, 10,5 km, meðalhraði 15,9 km/klst, hámarkshraði 33,5. Það var reyndar athyglisvert að hinn nýji hjólastígur í Fossvoginu hefur alls ekki verið mokaður. Hmm, hvaða forgangsröðun ætli ráði þar um?

1 comment:

  1. Þetta eru fínar myndir hjá þér þrátt fyrir dropann góða. Ég hef nákvæmlega sömu sögu að segja með færðina þó ég hjóli í þveröfuga átt. Reyndar batnaði færðin mjög mikið í morgun eftir að ég kom úr Seljahverfinu og var næstum autt þaðan og upp að Rauðavatni. Smá krapi við gömlu brúna við Árbæjarlaugina. Kannski þurfum við að vera duglegri við að koma þessu á framfæri. Hefur þú hellt þér yfir gatnamálastjórann í Reykjavík? Ég sendi í fyrravetur kvörtun vegna stíga sem aldrei voru mokaðir hér efra og nú eru þeir oftast hreinsaðir. Sendi kort og alles með svo þetta væri á hreinu. Þetta blogg gæti verið gott fylgiskjal!

    ReplyDelete