Monday, March 8, 2010

8. mars

Veður: Suðaustan 4m/s og 6 stiga hiti
Ferðatími: 22:08 mín
Meðalhraði: 24,4 km/klst

Megnið af snjónum hvarf í nótt. Dálítið krap eftir á stígunum, mismikið þó. Það styttist í vorið hér á láglendinu. Hins vegar virðist færðin í efri byggðum hafa verið lakari í morgun. Hvernig er þetta vaktað af bæjarfélögunum? Ég efast ekki um að farið er snemma á fætur á þeim bænum.

1 comment:

  1. Má til með að kommenta á þetta. Í efri byggðum var mikill krapi á stígum og endaði þetta á því að kransinn að aftan fylltist og ég því fastur í einum gír. Það hefði því alveg mátt moka stígana í morgun því erfitt var að hjóla þá. Tvennt vakti sérstaka athygli mína í morgun. 1) Bíll hafði ekið stíginn í Elliðaárdalnum. 2) Búið var að hreinsa stíginn frá Rofabæ að brúnni yfir Suðurlandsveg. Bíllinn gæti hafa verið frá borginni að athuga færðina (flott ef samaökutæki gæti hafa hreinsað í leiðinni)og stígurinn sem hreinsaður var virtist ekki hafa verið svo slæmur (gott framtak þó).

    ReplyDelete