Tuesday, March 2, 2010

2. mars

Eftir að hafa hossast heim í gær eftir illa hreinsuðum stígum og sjá fram á að aðeins hafi bætt á snjóinn á þessum sömu stígum með tilheyrandi hossi þá ákvað ég að taka strætó í morgun. Ég verð nú að segja að vegna seinagangs við hreinsun á stígunum þá misstu menn af upplögðu tækifæri til að láta sólina hreinsa stígana í gær. Það gerðist einmitt í Elliðaárdalnum. Ef á annað borð er verið að leitast við að hreinsa stígana þá á að gera það sem fyrst áður en snjórinn treðst niður. Einnig virðist á köflum þurfa að stika stígana en víða er ruðningurinn að mestu úti á grasflötunum. Svo virðist ekki vera nokkur tilfinning fyrir því að laga snjógarða og rastir sem myndast þvert á stíga. Ég er semsagt frekar óhress með hvernig staðið er að hreinsuninni þessa dagana.

1 comment:

  1. Algerlega sammála þér með snjómoksturinn. Hann er sums staðar til skammar. Á minni leið er mjög illa mokað þar til ég kem efst í Elliðaárdalinn, en á mánudaginn var stígurinn skafinn alveg oní malbik. Ég mætti einum skafara í Seljahverfi á föstudagsmorgun, en sá var varla með tönnina niðri og mín kenning er sú að þegar þetta mikið snjóar eru tækin sem notuð eru á minni stígum of lítil og ráða ekki við að moka mikinn snjó. Þess vegna er "ráðið" að hafa tönnina ofarlega. Þetta skýrir samt ekki ástandið á stígnum milli Linda-/Salahverfis og Seljahvefis. Þar hafði stór vél farið yfir en samt mokað mjög illa.

    ReplyDelete