Friday, March 26, 2010

25. mars - 100. bloggið

Veður: SA 1 m/s og 1 stig
Ferðatími: 20:15 mín
Meðalhraði: 25,9 km/klst

Kallinn var aðeins að flýta sér í morgun. Ekki það að það muni nú miklu í tíma hvort maður flýtir sér eða ekki, kannski 3-4 mín. Það segir ákveðna sögu. En hjóla síðan heim á morgun.
Þetta er sumsé 100. bloggfærslan síðan síðasta haust. Það er nokkurn veginn sá fjöldi daga sem ég hef hjólað síðan í lok ágúst. Inn í þessu er 1 mánuður í fæðingarorlofi þegar ég hjólaði ekki neitt. 100 dagar sinnum 18 km á dag eru 1800 km. Hvað ætli það séu margar hitaeiningar? Sennilega um 60.000. Hvað ætli kosti að brenna 60.000 hitaeiningum í líkamsræktarstöð og hvað ætli sé eytt mikilli orku við að láta mann brenna því t.d. í formi rafmagns? Bara pæling.

1 comment:

  1. Til hamingju með árangurinn!
    Hvað ætli þú hafir sparað marga bensínlítra á bílinn þinn?
    Hvað ætli þú hafir oft komið hressari í vinnuna?
    Hvað ætli þú hafir oft komið brosandi heim?

    Frá mér færð þú prik fyrir að hjóla í vinnuna, annað fyrir að halda því áfram allan veturinn og það þriðja fyrir að blogga um það!

    kv.
    Jens

    ReplyDelete