Thursday, October 8, 2009

8. október - meðvindur, og mótvindur

Veður: Austan rok, 0 gráður og þurrt. Þokkalegur meðvindur fyrir mig eftir að komið var norður fyrir Breiðholtsbraut. Ég var um 18:30 mín. á leiðinni sem er nokkuð gott. Bakaleiðin var óneitanlega erfiðari. Rigning og rok í Borgartúninu, sem var orðið rok og éljagangur í Salahverfi. Var um 30 mín á leiðinni.
Undirlag: Það er enn klaki víða á stígum og því öruggara að hjóla á götum. Auk þess hefur á köflum verið dreift sandi eftir að stígur var hreinsaður, en sandur á auðum stígum er einn versti óvinur hjólreiðamannsins.

Það er annars lítið að frétta.

No comments:

Post a Comment