Tuesday, October 6, 2009

6. október - snjór - Kópavogur -1 stig

Veður: Vægt frost og austanátt.
Undirlag: Snjór og krap.
Öryggi: Engir naglar og því ástæða til að hjóla hægar en vanalega. Nánast floginn á hausinn við það að fara skáhallt upp á gangstétt. Ekki skynsamlegt.
Upplifun: Kosturinn við frost er að þá er oft lítill vindur. Það getur því verið "hlýrra" að hjóla í frosti en miklum vindi og hærra hitastigi.
Mér tókst ekki að afmeyja neinn stíg. Allsstaðar var einhver búinn að hjóla á undan mér.
En það er einhver friðsæld yfir því að hjóla í snjó. Náttúran á Íslandi er hönnuð fyrir snjó og verður því oft mjög falleg, þó ekki sé mikið um "náttúru" í þeim skilningi á minni leið.
Á heimleiðinni kom í ljós að Kópavogur er ekki að standa sig í mokstrinum. Sjá þessa og þessa. Það má fyrirgefa það þennan fyrsta snjódag en vonandi er þetta ekki það sem koma skal.

1 comment:

  1. Þetta er skemmtilegt blogg hjá þér Bjössi. Ég hélt úti hlaupadagbók í nokkur ár, en hætti í mars því þá hætti ég að hlaupa - for good!
    Frábært myndaalbúm, væri ekki ráð að koma þessu til réttra aðila?

    ReplyDelete