Thursday, October 22, 2009

22. október - lýsing

Ok, ég fór á bíl í vinnuna í gær.
Veður: Lagði snemma af stað í morgun og var kominn niður í vinnu fyrir kl. 8. Veðrið var frábært, milt, hægur vindur og létt úrkoma.
Öryggi: Vegna þess hversu árla ég var á ferðinni þá gerði ég mér ljóst að taka þarf sérstaka umfjöllun um lýsingar á stígum. Þær þarf víða að laga en annarsstaðar eru þær í fínu standi. T.a.m. vantar lýsingu í brekkunni niður frá Álfabakka ofaní Elliðaárdal. Þar er ekki ein ljósapera. Hins vegar er um hættulegan kafla að ræða sem þarf að lýsa upp. Eins þarf að bæta lýsingu meðfram afreininni af Miklubraut í átt að Sprengisandi. Þar er hættuleg blindbeygja, sem reyndar er hægt að laga auðveldlega og mikil þörf á lýsingu.

No comments:

Post a Comment