Monday, October 12, 2009

12. október

Veður: Nú er bara vor í lofti, 6 stiga hiti og austan 10 m/s. Létt að hjóla í morgun, ef undanskilinn er þessi kafli í Skógarselinu þar sem alltaf er mótvindur. Svo er alltaf talsvert hvassara þarna í efri byggðum en niður í bæ í austanátt.
Ég mætti nokkrum á leiðinni og gat ekki stillt mig um að kinka kolli í virðingarskyni þar sem ég gerði mér grein fyrir að þau hefðu ríkulega útilátinn vind í fangið.
Það var einhver notalega rotnunarlykt í loftinu á köflum, laufblöðin væntanlega, sem bendir til þess að örverur séu að störfum þrátt fyrir kuldann.
Öryggi: Mér datt í hug að taka mynd þar sem ég hjóla oft eftir Hofteignum. Þar eru bílastæðin þannig að bílar sjást illa og maður sést líka illa. Ef þeim er bakkað út úr stæði þá koma þeir þvert á aksturs-/hjólastefnu.

No comments:

Post a Comment