Tuesday, October 20, 2009

20. október - popp eða rokk

Veður: Grænfáninn við Fífusali lá niður með fánastönginni í morgun. Það þótti mér gott vitni þess að ekki væri miklum vindi fyrir að fara. Enda var það raunin. Hins vegar var ansi kalt og skv Veðurstofunni í frostmarki. Ég held reyndar að suðaustanáttin hafi verið u.þ.b. komin í Salahverfinu en ennþá köld norðanátt í Elliðaárdal því þar var bara frost.
Ég skipti um lagalista á leiðinni, tók meira popp framyfir rokkið. Er ekki frá því að með þessu sé maður afslappaðri á hjólinu, ekki eins aggressívur. 

No comments:

Post a Comment