Monday, October 19, 2009

19. október - ísing

Veður: Ansi kalt í morgun, norðanátt og ekki langt ofan frostmarks. Kom mér aðeins á óvart og ég sé að engan veginn er hægt að treysta heimilishitamælinum.
Öryggi: Stígarnir nánast alla leið voru blautir og ísing á þeim h.u.b. alla leið. Það var því ráðlegt að fara varlega í sakirnar. Þetta tókst ágætlega enda vil ég helst ekki setja nagladekkin undir fyrr en hálka er frekar regla en undantekning, svona undir lok mánaðarins.
Svona til að fullkomna morguninn þá var ég kominn niður brekkuna í Skógarselinu þegar ég uppgötvaði að engar buxur voru í bakpokanum. Og frekar en að vera í aðsniðunum hjólabuxum allan daginn þá hjólaði ég aftur upp brekkuna og heim, heimti þar buxur og hélt á ný af stað.

No comments:

Post a Comment