Monday, October 5, 2009

5. október - frost

Veður: Norðan 5 m/s og -2°C hiti.
Stígarnir eru þurrir og því engin hálka, nema maður vandi sig við að hitta á gamla polla sem aldrei þorna.
En maður þarf helst að vera í ull þegar frostið er komið því það eru ákveðnir líkamshlutar sem kólna og kólna alla hjólaferðina. Þar ber helst að nefna nárann, fingur og tær. Það er allavega mín reynsla. Nú snýst líka dæmið við og í stað þess að fara í kalda sturtu þá er hún stillt á 35° og notuð til að hita mann upp.

Mér sýnist sama harðnaglagengið halda áfram að hjóla þó að kólni aðeins. Það gildir líka hér niður í vinnu.

No comments:

Post a Comment