Wednesday, October 7, 2009

7. október

Veður: Þrátt fyrir að mbl.is segi að það hafi verið suðaustan 3 í morgun þá veit ég að það var norðan 5 og 0 stiga hiti. Ansi kalt niður Skógarselið. Á heimleiðinni, í þetta skipti frá Norræna húsinu, var mótvindur og hryssingskuldi. Meðfram strönd Skerjafjarðar er ansi berangurslegt og ekkert skjól, fínt á sólríkum sumardegi en kuldalegt í október.
Undirlag: Eins og mig grunaði í gær þá voru stígar sem ekki var búið að moka í gær, klammaðir og hálir í morgun. Ég skil svosem vel að menn hafi ekki verið á tánum og gert bara ráð fyrir að snjórinn bráðnaði. En hann gerði það ekki. Ég hjólaði Fossvoginn í morgun og yfirleitt voru stígarnir góðir. Helst var það tengingin milli Elliðaárdals og Fossvogs sem var slæm.
Upplifun: Hjólareinin í Lönguhlíð fær skotið í dag. Ég hef aldrei skilið þetta fyrirbæri. Skv Google Earth eru þetta alls 350 metrar sem hafa kostað formúgu. Maður er ca 15 sekúndur að hjóla þessa leið og það er engin skýr tenging við endana. Hefði kannski verið nær að hafa íburðinn aðeins minni og nota fjármagnið á lengri kafla. Það er ekki gaman að hjóla meðfram Lönguhlíðinni, niður í Nóatún og mætti bæta þá leið verulega.
Kortið: Hér er hægt að sjá Google kort með myndum af hjólaleiðinni.

No comments:

Post a Comment