Friday, October 16, 2009

16. október

Veður: Enn sami vindurinn en hlýtt og hin bestu skilyrði. Heimleiðin þó á fótinn hvað vindinn varðar, og náttúrulega landið. En þó það sé erfitt að hjóla á móti vindi þá er það á vissan hátt hreinsandi ferli, mikið loft í lungun og maður glímir við þetta andlega mótlæti. Ef maður hættir að hjóla, gefst upp, þá kemst maður einfaldlega ekkert áfram og taki maður það ráð að teyma hjólið, þá fer maður einfaldlega hægar.
Öryggi: Það er orðið mjög mikilvægt að hafa ljós, bæði að framan og aftan. Helst líka glitaugu á teinunum. Endurskinsvesti eða jakki er líka mjög góður og ætti að nota á öllum tímum árs. Hjólreiðamenn ofmeta gjarnan hversu vel þeir sjást í umferðinni og þó maður sé snöggur og klár þá getur eitthvað klikkað. Þess vegna er þessi fornvarnabúnaður mjög skynsamleg fjárfesting. Ég ætti sennilega að fjárfesta í nýjum hjálmi í vetur. Minn er að komast á eftirlaun. Verð að skrá það niður að í morgun var svínað fyrir Hafliða á hjólareininni í Lönguhlíð. Engin slys á fólki en hefði getað farið verr. Sennilega rispaðist bíllinn eitthvað.

No comments:

Post a Comment