Friday, May 7, 2010

7. maí

Ég fór efri leiðina í dag, gegnum Breiðholtið að Rauðavatni, austur fyrir Grafarholtsvöllinn og niður í Grafarvog og síðan Langholtsveginn. Þetta eru 20 km. Bara mjög fín leið að mestu leyti. Versti gallinn er þverun Sæbrautar. Þar þarf nauðsynlega að bæta aðstöðu hjólreiðafólks með undirgöngum.

Svo eru útivistarstígarnir bara ekki hannaðir fyrir samgönguhjólreiðar, enn og aftur. En ég gat samt haldið 24 km/klst meðalhraða enda er lítil hækkun á þessari leið fyrir mig.

No comments:

Post a Comment