Tuesday, May 18, 2010

18. maí

Þessi kuldi á vorin hefur sína kosti. Það hef ég alltaf sagt. Gróðurinn kemur hægt og örugglega og heldur næringargildi sínu lengur fram í sumarið. En það er nú meira landbúnaðartengt. Mér var allavega ansi kalt á puttunum í morgun þegar ég hjólaði vestan Seltjarnarnesið, á móti ísköldum vindi. 6-7 gráður er ekki veruleg hlýindi. Rigning er bara hressandi. En þetta voru tæpir 24 km. Ég skil enn ekki þessa slöku tengingu milli Reykjavíkur og Seltjarnarness að sunnanverðu. Af hverju virðist vera reiknað með að enginn þurfi að hjóla vestur fyrir Hofsvallagötu? Eins eru þveranir norður-suður af annars ágætum stíg meðfram Skerjafirði arfaslakar. Sveitarfélögin verða að fara að átta sig á því að gangandi fólki er ekki bjóðandi að hafa hjólandi fólk á gangstéttum og bílstjórum á ekki að bjóða upp á að hafa sífellt hjólreiðamenn kriss krossandi götuna. Þar gæti Besti flokkurinn komið sterkur inn með Sjón sem samgönguráðherra. En þetta gildir um öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

No comments:

Post a Comment