Tuesday, May 4, 2010

4. maí

Veður: Suðvestan 2m/s og 6 stig. 
Ferðatími: 19:16 mín
Meðalhraði: 27,1 km/klst

Þegar hjólað er nánast sömu leið daglega, með sömu beygjunum, sömu glerbrotunum og jafnvel sömu samferðamönnum, þá byrjar hugurinn að reika um heima og geima. Einbeitingin að umferðinni og ferðinni minnkar. Þetta er sennilega ekki góð þróun en á vafalaust við um bílstjóra líka. Þess vegna er talið mikilvægt að hjóla ekki alltaf sömu leiðina, heldur breyta til. Upplifa nýjar aðstæður, halda sér vakandi.

Á morgun tekur við þriggja vikna tímabil Hjólað í vinnuna. Þá verður mikil umferð á stígunum. Best að huga að nýjum leiðum.

No comments:

Post a Comment