Friday, May 21, 2010

21. maí

Veðrið í morgun var frábært, nánast logn og 10 stiga hiti.Það er kjörhiti, sagði Magnús Bergsson á fræðslufundi um ferðalög á hjólum í gær. Má helst ekki vera meira. Ég er á því að hjólaleiðin um Rauðavatn, að Grafarholti og Grafarvogur sé ein af skemmtilegri leiðum á höfuðborgarsvæðinu. Sjávarsíðan er líka víða frábær. En þarna er maður lítið inní byggð og fallegt víða.
Nú er ég búinn að þræða helstu leiðir á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur. Þar er misjafn sauður í mörgu fé. Mig langar til að taka saman yfirlit yfir helstu leggina, lengdir, galla og kosti og einkenni leiðar. Þetta gæti verið gagnlegt. Sennilega þarf ég samt að fara aðra ferð og taka myndir af því sem fyrir augu ber svo þetta verði betri gögn.

No comments:

Post a Comment