Monday, May 10, 2010

10. maí

Veðrið er bara ljómandi fínt þessa dagana þó maður finni kaldan vindinn næða um fingurgómana.
Ég hjólaði fyrir Kársnes og vestur á Suðurgötu, geymi Seltjarnarnesið. Um helgina hjólaði ég 50 km hring um Heiðmörk og Hafnarfjörð.
Það var rætt um öryggi á stígum hérna í vinnunni áðan. Eitthvað sem maður velti mikið fyrir sér til að byrja með en hugsar minna um núna. En það eru margar slysagildrur eins og ég kortlagði á nokkrum leiðum. Það á ekki síst við annars vegar undirgöng og hins vegar blindbeygjur. Lausnir á þessu eru einkum tvær; að laga aðkomu að undirgöngum þannig að maður sjái betur inn í þau, eða setja upp spegla (sem síðan eru væntanlega brotnir) og að setja garðyrkjudeildir sveitarfélaganna vel inní málin, hvar þurfi að klippa gróður extra vel eða fjarlægja gróður.

No comments:

Post a Comment