Monday, May 17, 2010

17. maí

Dálítið kalt í morgun en sólin var hátt á lofti og frábært vorveður. Sá einn lax í Elliðaánni. Hjólaði niður Elliðaárdal og síðan meðfram Sæbrautinni. Hún er nú bara slysagildra fyrir hjólreiðamenn. Erfitt að þvera götur án þess að snúa hausnum 180° til að fylgjast með umferð. Miklu betra að taka Langholtsveginn niður í bæ miðað við þessar aðstæður. Prófaði líka að hjóla Skútuvoginn til að sleppa við þverun Sæbrautar. Það er frekar leiðinleg leið með vörubílum og svifryki. Fór síðan Holtaveginn upp á Sæbraut. Þetta voru 14,3 km.

No comments:

Post a Comment