Monday, May 3, 2010

3. maí

Veður: Sunnan 4 m/s og 7,8 stig
Ferðatími: 19:10 mín
Meðalhraði: 28,2 km/klst

Þetta er nú sennilega hlýjasti morguninn hingað til. Afskaplega notalegt og mér sýnist spá eitthvað svipuðu næstu daga. Hjólarar eru fleiri en áður, það er alveg ljóst.
Á laugardaginn hjóluðum við Kiddi einhverja tæpa 40 km, upp í Heiðmörk, suður í Hafnarfjörð, meðfram sjónum, Arnarnesið og inn Kópavogsdalinn. Þetta tók okkur um 2 tíma með stoppum. Þetta er æfing fyrir Arnarvatnsheiðina í júní.

1 comment:

  1. Mikið djöfull var þetta fínn túr! Ég lifi enn á löngu brekkunni ;) Þarf sennilega að pumpa betur í dekkinn fyrir næstu ferð. Miðað við þennan túr verður ferðin í sumar algert pís of keik með sínum stoppum og næsheitum.

    ReplyDelete