Friday, May 14, 2010

14. maí

Byrjaði morguninn á því að hjóla yfir á Garðatorg til tannlæknis. Góð byrjun! Það er nú ekki greið leið úr Salahverfinu yfir í Garðabæinn á hjóli en hafðist svosem. Þar vantar góða tengingu með Arnarnesveginum, bæði núverandi og væntanlegum.

Síðan var þetta hefðbundinn túr, reyndar yfir Arnarneshæðina og svo fyrir Kársnesið. Alls um 22 km. Flugur eru orðið víða á ferð og betra að halda munninum lokuðum. Svo koma gleraugu sterk inn á þessum árstíma, ekki bara gagnvart sól.

No comments:

Post a Comment