Wednesday, May 19, 2010

19. maí

Ég fékk grænmetisbúst í kaffitjaldinu í Fífuhvamminum. Það var nú ekki mjög gott á bragðið en örugglega mjög hollt. Svo fékk ég nokkrar flugur ofaní mig í Fossvoginum. Þannig að morgunmaturinn kom þarna fyrirhafnarlítið. En leiðin var hefðbundin, Kársnes, Fossvogur að Suðurgötu, Lækjargata og Skúlagata, 18,7 km. Rigning og um 10 stig, gerist varla betra.

No comments:

Post a Comment