Thursday, April 29, 2010

29. apríl

Veður: Austan 4 og 5,2 gráður, rigning
Ferðatími: 20:44 mín
Meðalhraði: 26,8 km/klst

Rigningin er góð. Mér brá pínu í Skógarselinu þegar stór jeppi ætlaði að svína fyrir mig. Kannski var hann með þetta allan tímann en þetta var pínu óþægilegt. Svo hjólaði ég Langholtsveginn. Það er 500 m lengri leið en maður getur hjólað býsna greitt. Mér finnst það í raun betra heldur en þetta sífellda sikk sakk, kriss og kruss við að elta stígana. Enda sést það á meðalhraðanum að maður getur haldið jafnari hraða á götunum. 

No comments:

Post a Comment