Monday, April 19, 2010

19. apríl - smá frost

Veður: NA 7 m/s og -0,4 stig
Ferðatími: 23:11 mín
Meðalhraði: 23 km/klst

Ansi kalt að fá frostið svona á vorin. Það er bara kaldara heldur en á veturna. Líkaminn er kominn í vorstemningur og er ekki viðbúinn svona köldum næðingi. Svo er vindurinn ekki til þess fallinn að bæta ástandið. Hann var á móti stóran hluta leiðarinnar en aðeins austanstæður svo síðari hlutinn var ekki afleitur.

Maður varð var við tilhugalíf fuglanna um helgina. Þrestirnir sungu af miklum móð. Ég held þeir hafi samt þagað í morgun, í frostinu. Svo er ansi mikið af mávi í kringum kanínurnar í Elliðaárdalnum. Þeir vita þarf að einhverju æti og hafa lítið annað að éta. Þeir fylla ekki loftið beint af fuglasöng og eru yfirleitt tákn um sóðaskap okkar mannanna. En kannski hafa þeir bara áhuga á kanínum.

No comments:

Post a Comment