Wednesday, April 28, 2010

28. apríl

Veður: Norðan 1 m/s og 6,8 stig
Ferðatími: 20:01 mín
Meðalhraði: 26 km/klst

Vorið er komið, aftur. Við fengum flotta þjónustu niður í vinnu í gær. Sesselja Traustadóttir og Árni Davíðsson hjá verkefninu Hjólafærni komu og sögðu mannskapnum til varðandi hjólin, stillingar og viðhald. Voru með flestar græjur með sér og tóku hjólin í gegn. Bara gaman og kom manni í stuð. 

No comments:

Post a Comment