Tuesday, April 13, 2010

13. apríl

Veður: S 4m/s og 5 stiga hiti
Ferðatími: 18:33 mín
Meðalhraði: 28,2 km/klst

Þetta var nú frekar hraður morgun. Ég náði að klóra mig frammúr gírunum í gær og því smellvirkaði allt í morgun. Það var nett rigning og mér finnst mikið vor í lofti. Við þessi skilyrði er hvað skemmtilegast að hjóla. Enn eru ekki óhóflega margir á stígunum en fjöldinn eykst væntanlega jafnt og þétt næstu vikur og nær hámarki í kringum Hjólað í vinnuna, sem er snilldarverkefni.

No comments:

Post a Comment