Thursday, April 15, 2010

15. apríl - nýtt hraðamet

Veður: SV 4 m/s og 5 stig
Ferðatími: 18:04 mín
Meðalhraði: 29,2 km/klst

Ég var svolítið seinna á ferðinni en vanalega, svona uppúr kl. 9. Það var lítil umferð og því tilvalið að nota göturnar til hins ítrasta. Með því náði ég enn meiri hraða og hef ekki fyrr verið svo snöggur til vinnu. Samt var mótvindur seinni hluta leiðarinnar. Þetta var ekki átakalaust en bara gaman. Svo skemmdi smá rigning ekki fyrir stemningunni.
Mér telst til að ég hafi hjólað 54 daga til vinnu frá áramótum. Að meðaltali eru þetta 51 mínúta á dag.

No comments:

Post a Comment