Tuesday, April 20, 2010

20. apríl - 1000 km

Veður: Austan 3m/s og -2,4 stig
Ferðatími: 19:54 mín
Meðalhraði: 26,3 km/klst

Enn er sami kuldinn og svipað í kortunum þessa vikuna. Þetta frestar vorinu um sinn, sem er leitt, því það er enginn árstími skemmtilegri til hjólreiða en vorið þegar allt er á fullu. Fuglarnir í tilhugalífinu, trén að laufgast og allt að grænka. Þessu öllu tilheyrir sérstök lykt sem veður innum nefið á manni þegar maður geysist um stíga og götur.

No comments:

Post a Comment