Wednesday, January 6, 2010

6. janúar - þrettándahláka

Veður: Milt og hæg vestlæg átt. Úrkoma ýmist snjókoma, rigning eða slydda, eftir hæð yfir sjávarmáli.
Snjórinn er mýkri í dag en í gær og því hálla. Færð í fáförnum götum er heldur leiðinleg á hjóli, blautur snjór og afar skreift eins og sagt er í sveitinni. Tærnar og puttarnir voru hins vegar vel heit þegar komið var til vinnu í morgun. Stefnir í versnandi færi ef marka má veðurspá með slabbkenndum snjó og síðan hálkumyndun, sem verður áfram nema hlákan verði langvinn.

No comments:

Post a Comment