Wednesday, January 27, 2010

27. janúar - vestanstæður

Veður: norðvestan 4 m/s og innan við 3
Ferðatími: 22:31 mín
Meðalhraði: 23,4 km/klst

Það var hægur mótvindur, vestanstæður, í morgun. Þetta er frekar sjaldgæft en ágæt tilbreyting. Það gæti þá orðið mótvindur heim, sem er að sama skapi sjaldgæft.
Eitt öryggisatriði á leiðinni: Í Elliðaárdal er komin gríðarstór hola í stórum polli sem hefur myndast þar í rigningum síðustu daga.Holan sést ekki þegar pollurinn er en hún er hættuleg hjólandi fólki. Eins er ljóslaus ljósastaur í brekkunni niður í Elliðaárdal frá stekkjunum. Þar er bæði beygja og talsverður halli og því afar óheppilegt að hafa þar slæma lýsingu.

No comments:

Post a Comment