Friday, January 29, 2010

29. janúar

Veður: Austan 1m/s og 1,5 stiga frost
Ferðatími: 23:22 mín
Meðalhraði: 22,5 km/klst
Mér tókst að detta þegar ég hjólaði á stein á miðjum göngustíg. Ekki nokkur leið að sjá hann í myrkrinu. Ekkert alvarlegt þar sem ég var á hægri ferð.

Ég verð að hrósa hverfamiðstöð Reykjavíkur í Breiðholti fyrir snögg viðbrögð. Sendi þeim póst á miðvikudaginn þar sem ég lét þá vita af stórri holu í stígnum í Elliðaárdal. Það var búið að fylla í hana morguninn eftir.

Það er einn hjólreiðamaður búinn að niðurlægja mig tvo morgna í röð, hjólar frammúr mér á sama stað, að því er virðist fyrirhafnarlaust. Þetta er ekki gott fyrir egóið.

No comments:

Post a Comment