Monday, January 25, 2010

25. janúar - meðvindur

Veður: Sunnan 12 m/s og 10 stiga hiti. Hviður upp í 30 m/s
Ferðatími: 21:31 mín
Meðalhraði: 24,6 km/klst

Það var ansi hreint góður meðvindur í morgun. Þurfti að standa á bremsunni á köflum. Og svo var svo hlýtt að maður svitnaði eins og andskotinn. En meðvindurinn dugði ekki til að setja nein hraðamet. Það þarf fleira að koma til, engin stopp, það þarf allt að liggja fyrir manni. Ég þurfti að stoppa a.m.k. þrisvar á leiðinni. Það þýðir að maður þarf að vinna upp hraðann á nýjan leik og það tekur svolítið á, kostar mikinn tíma.

1 comment:

  1. Óskaplega ertu duglegur að skrifa Bjössi (og hjóla). Já það var brjálað veður hér upp frá í morgun og Sigrún heimtaði að fá að skutla mér, sem hún og gerði (tók samt hjólið með í bílinn). Kannski eins gott því það var varla stætt á bílastæðinu. Já svona getur veðrið verið í nálægð við Hveragerði!

    ReplyDelete