Wednesday, January 13, 2010

13. janúar - vindur

Veður: SA 6 m/s og 5 stiga hiti.
Ferðatími: 22:41 mín
Meðalhraði: 23,2 km/klst

Öll hálka er nú horfin af stígum og bara sandur og möl situr þar eftir. Göturnar eru hins vegar nokkuð hreinar.
Mætti einum í morgun sem horfði stíft ofan í stýrið á hjólinu og virtist ekki hafa hugmynd um að aðrir væru á ferð. Það er ekki bara það að bílstjórar eru illa meðvitaðir um tilveru hjólreiðamanna heldur eru hjólreiðamenn margir hverjir haldnir sömu einkennum.

No comments:

Post a Comment