Það er gott að hefja árið á að hjóla til og frá vinnu fyrsta vinnudaginn.
Veður var fremur kalt en kyrrt og fallegt. Elliðaárdalurinn var t.d. fallega hrímaður. Stígarnir eru góðir yfirferðar, harðir og víða sandbornir. Það versnar í fyrstu hláku ársins sem verður sennilega í þessari viku.
Ég fékk bögglabera í afmælisgjöf og prófaði gripinn í morgun, setti bakpokann aftaná. Þarf síðan að prófa tösku. Með því væri hægt að nýta ferðina heim og kaupa í matinn.
No comments:
Post a Comment