Thursday, January 28, 2010

28. janúar

Veður: Vestan 3m/s og 3 stiga hiti
Ferðatími: 22:41 mín
Meðalhraði: 23,2 km/klst
Ég var aðeins seinna á ferðinni í dag og lenti í meiri umferð en vanalega. Það sannar sig enn og aftur að bílstjórar sjá mann ekki vel við þessi erfiðu skilyrði, myrkur og bleyta. Reyndar verður að segjast eins og er að sumir bílstjórar sjá betur en aðrir. Hefur eitthvað með hraða þeirra í lífinu að gera almennt og virðingu fyrir því sem er í kringum þá.
En við vorum að ræða aðstöðu hjólreiðamanna hér á Íslandi og í Danmörku í vinnunni. Góðir stígar, góð sturtuaðstaða í fyrirtækjum og stofnunum og síðast en ekki síst, flatt. Og svo er náttúrulega munur á veðri. Þar þarf, að öllu jöfnu, ekki að splæsa í nagladekk undir hjólin.

No comments:

Post a Comment