Friday, January 15, 2010

15. janúar - jeppar og hundar

Veður: Suðaustan 4 m/s og 4 stiga hiti.
Ferðatími:  26:35 mín
Meðalhraði: 20,6 km/klst

Hálka víða um borgina í morgun.
Upphækkaðir jeppar eiga ekki upp á pallborðið hjá mér í umferðinni. Ökumenn þeirra sjá mann ekki eða vilja ekki sjá mann. Einn svoleiðis svínaði fyrir mig í morgun. Og ég er bara fordómafullur. En ég tel mig geta þekkt nokkuð úr þá sem svína.
Svo lenti ég í smá uppákomu við Kringlumýrarbrautina. Fullorðin kona með hund í bandi, bandið þvert yfir stíginn. Ég náði að stoppa og blessuð konan afsakaði sig í bak og fyrir. Þetta litla dæmi segir mér að hundar úti að labba með eigendur sína og hjólreiðamenn eiga ekki heima á sama stíg.

No comments:

Post a Comment