Wednesday, December 8, 2010

8. desember

Það var kominn tími á að dæla í dekkin og ég fór á sjálfvirku dæluna á Olís við Suðurlandsbraut. Ég er með franskan ventil og því þarf ég millistykki til að dæla með bílpumpu. Yfirleitt þarf að nota stillingu eins og um sprungið dekk sé að ræða til að dælan taki við sér en stilla jafnframt á þrýstinginn sem maður vill hafa í dekkinu. Þá á þetta að ganga stóráfallalaust fyrir sig. En maður hefur óneitanlega á tilfinningunni að þetta geti sprengt slönguna bara sisona. Þetta gerir maður ef ekki er til almennileg pumpa með þrýstingsmæli á heimilinu.

No comments:

Post a Comment