Monday, December 20, 2010

20. desember

Ég gerði smá hlé í síðustu viku vegna óreglu í vinnu og félagslífi.
Veit ekki hversu góð ástundun verður í þessari viku, Þorláksmessa og reyndar spáir miklum kulda á morgun. Spurning hvort maður tekur það eða ekki.
Mér finnst rannsóknin mín hafa leitt í ljós að kuldi er í raun meira hamlandi á hjólreiðar en vindur þ.e.a.s. hæfilega hlýr vindur.

1 comment:

  1. Mér finnst aðalvandinn með kulda vera kuldi á höndum og fótum. Það er hægt að leysa kulda á fótum með neopren skóhlífum ef maður nennir því eða þá með víðum skóm og vera í hosum. Vindþéttir vetrarvettlingar finnst mér ekki reynast nógu vel því þegar maður er búinn að hjóla í ca. hálftíma, þá er kominn það mikill raki í þá að manni fer að kólna aftur. Þá verður að þurrka vel eftir hverja ferð til að þeir séu orðnir þurrir í næstu ferð.
    Hvernig á að leysa þetta?

    ReplyDelete