Monday, December 13, 2010

13. desember

Vegna misgóðrar lýsingar á stígunum þá á maður oft á hættu að sjá ekki yfirborðið. Oftar en einu sinni hef ég lent í því að hjóla á harðan köggul eða stein á stígnum, sem ég sé ekki vegna myrkurs. Ljósin á hjólinu eru að öllu jöfnu nánast gangslaus í þessu samhengi þar sem þeirra hlutverk er fyrst og fremst að gera mann sýnilegan en ekki til að bæta vegsýn. Það er nefnilega ansi dimmt víða á stígum þessa dagana.

No comments:

Post a Comment