Monday, October 25, 2010

25. október

Það spáir hvössu í dag en morguninn var ekki mjög slæmur enda að stórum hluta meðvindur. Gæti orðið erfiðara á heimleiðinni. Kanínurnar hafa safnast saman og það var nánast örtröð yfir stíginn svo ég þurfti að hægja á.
Annars velti ég fyrir mér á leiðinni hvort kemur á undan, að margir hjóli dags daglega, sem leiði til góðrar þjónustu við hjólreiðamenn eða hvort góð þjónusta við hjólreiðamenn leiði til þess að margir hjóli?
Ég var bara að velta þessu fyrir mér því það er vafalítið snjór á næsta leiti og miðað við þjónustuna síðustu ár þá hafa hjólreiðastígar mætt afgangi í snjómokstri. Það er nefnilega svo einfalt að ef stígarnir eru ruddir nógu snemma á morgnana þá er mjög lítið mál að hjóla.

No comments:

Post a Comment